kr5,700 ISK
Sápugerðarkassi
Kassi sem inniheldur allt til að búa til litríkar og skemmtilegar sápur heima.
Kassinn inniheldur
-600 gr sápugrunnur
- 3 x litarefni.
-200 gr litríkir sáputeningar.
-15 ml sápuilmur.
-þurrkuð blóm til skreytingar
-Ýtarlegar leiðbeiningar um hvernig á að gera sápurnar.
-Kleinuhringjamót
Leiðbeiningar:
Sápugrunnurinn er bræddur á háaum hita í 2-3 mínútur í örbylguofni. Litarefni hrærð saman við smá olíu (t.d. ólífuolíu). Því næst er ilmi bætt við. Sápunni hellt í mót. Mótin geta í raun verið hvað sem er, skyrdollur/ möffinsform o.fl. sem ykkur dettur í hug. Best er að nota mót úr plasti eða sílikoni svo auðvelt sé að ná sápunum úr.
Hægt er að setja sápurnar í ísskáp svo þær harðni fyrr. Ef ætlunin er að gera marglita „gimsteinasápu“ er best að fá einhvern fullorðinn til að skera litaða kalda sápu á skurðarbretti með stórum og beittum hnífi (skera alltaf niður á við). Flísunum er svo blandað við bráðinn sápugrunn.
Hægt er að horfa á kennslumyndband á Youtube rás URÐAR:
<iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qcG68eZ0TA4" title="YouTube video player" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture" allowfullscreen></iframe>